English .Français. Íslenska Tengsl

Íslenska Tengsl


Í þorpinu Sens sur Seille í suð-austurhluta Burgund-héraðs (Bourgogne) reka bresku hjónin John og Carolyn Scallan lítið gistiheimili með fjórum herbergjum.

Carolyn er af íslenskum ættum en afi hennar var Jón Þórðarson, þekktur togaraskipstjóri í Hull, kallaður Icelandic John. Jón var fæddur á Sveinseyri 1891 og fór snemma að stunda sjóinn, bæði á fiskveiðum og í millilandasiglingum. Örlög hans voru ráðin þegar hann missti af skipi sínu í Hull, notaði tímann til að heimsækja íslenska fjöldskyldu sem þar bjó og kynntist barnfóstrunni á heimilinu, hinni norskættuðu Alidu. Þau tóku saman, settust að í Hull og eignuðust sjö börn, þ.á.m. Doreen móður Carolyn.

Scallan hjónin bjuggu áður í miljónaborginni Birmingham en ákváðu að breyta um lífsstíl og keyptu 2002 hús í Frakklandi og fluttu þangað.

Húsið gerðu þau upp og bjóða núna upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum. Morgunverður fylgir gistingunni. Herbergin eru öll með góðri baðaðstöðu, sturtu og klósetti. Allt er mjög heimilslegt. Gestir hafa aðgang að stofum húsins og notalegum garði. Ef menn vilja bjóða Scallan hjónin upp á ríkulegan fjórréttaðan kvöldverð. Þá njóta menn rétta héraðsins, osta og vína.

Héðan í vesturátt er stutt í þekkt vínræktarhéruð kringum hina gömlu borg Beaune og í austurátt er steinsnar í minna þekkt en ekki síðri vínsvæði við rætur hinna fornu Júrafjalla. Í héraðinu eru fallegar ár, aldargömul þorp, kastalar, klaustur og kirkjur. Þá er gaman að ganga um gróðursælar hæðir í umhverfi gistiheimilisins eða bregða sér á hjól sem Scallan hjónin leigja.

Hér er sem sagt hægt að njóta alls þess besta sem Frakkland hefur upp á bjóða. Og ekki er verra að hafa til þess traustra leiðsögn Scallan hjónanna. Og vilji menn halda lengra er Sens sur Seille vel í sveit sett því ekki er langt til Þýskalands, Sviss og Ítalíu, Parísar og Miðjarðarhafsins.

Jon Halfdanarson